Vatnsholt 10, 230 Keflavík
65.000.000 Kr.
Parhús/ Parhús á einni hæð
3 herb.
135 m2
65.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1992
Brunabótamat
64.300.000
Fasteignamat
48.900.000

Eignamiðlun Suðurnesja kynnir í einkasölu Vatnsholt 10, 230 Reykjanesbæ.

Um er að ræða glæsilegt og vel skipulagt 135,6 fm parhús á góðum stað í Keflavík. Íbúðin er 102,6 fm með tveimur svefnherbergjum (möguleiki að bæta við þriðja herberginu), ásamt 33 fm bílskúr. 

Lýsing eignar:
Gengið er inn í anddyri með flísum á gólfi og fataskáp.
Úr anddyri er hurð inn í þvottahús sem er með ljósum flísum á gólfi, ný innrétting.
Hol er með flísum á gólfi og þaðan er gengið inn í eldhús sem er einnig með flísum á gólfi. Góð viðarinnrétting, ofn, helluborð og vifta sem fylgir. Hvítar flísar á veggjum á milli skápa.
Stofa og borðstofa í opnu rými með parketi á gólfum. Þaðan er hurð út á stóran afgirtan pall með heitum pott.
Úr holi er gengið inn á baðherbergi sem er flísalagt hólf í gólf. Baðkar, viðarinnrétting með vaski og sér sturtuklefi.
Svefnherbergin tvö eru með parketi á gólfum og góðir skápar í báðum.
Bílskúrinn er rúmgóður með steyptu gólfi. Mikið hillu- og skápapláss, ásamt geymslulofti sem er yfir mestum hluta skúrsins og inná þakrýmið yfir húsinu. Bílskúrshurð að framan, að aftan er hurð út á pallinn á baklóð hússins.

Á baklóð hússins er stór afgirtur pallur með nýjum heitum potti og lóð hússins er ræktuð. Innkeyrsla og gangstétt að húsinu eru steypt.

Allar nánari upplýsingar á skrifstofu okkar að Hafnargötu 50, Reykjanesbæ í síma 420-4050 og á [email protected]Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1.    Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% ef um er að ræða fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2.    Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
3.    Lántökugjald lánastofnunar – mismunandi á milli lánastofnana. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4.    Umsýslugjald til fasteignasölu, kr. 50.000 með vsk, sbr. kauptilboð.


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Eignamiðlun Suðurnesja bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.