Bárusker 5A, 245 Sandgerði
47.500.000 Kr.
Raðhús
3 herb.
83 m2
47.500.000
Stofur
0
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2022
Brunabótamat
0
Fasteignamat
20.500.000

Eignamiðlun Suðurnesja kynnir Bárusker 5A, 245 Sandgerði, Suðurnesjabæ
Um er að ræða 83,2 fm. þriggja herbergja endaraðhús í byggingu.
Eignin skilast fullbúin að innan sem utan. Áætluð afhending er í Júní / Júlí. 
Einnig er mögulegt að kaupa eignina ófrágengna að hluta til, eftir nánara samkomulagi við seljanda.
Utanhúss:

Húsið er timburhús með kraftsperruþaki á staðsteyptum undirstöðum. Útveggir eru bandsöguð timburklæðning í dökkgráum lit með gluggum og hurðum úr timbri í hvítum lit. Þak er báruklætt (alusink) með timburklæddum hvítum þakkanti. Lóð verður tyrfð,  malbikuð bílastæði verða við enda húsaraðarinnar, stétt hellulögð að framanverðu og u.þ.b. 18 m2 timburpallur, óafgirtur,  verður við hverja íbúð að aftanverðu. Sorptunnuskýli  verða við enda húsaraðarinnar.
Innanhúss:
Ljóst harðparket verður á öllum gólfum fyrir utan baðherbergi og forstofu sem verða flísalögð.
Innbyggð uppþvottavél fylgir sem og spanhelluborð, ofn og örbylgjuofn.
Veggir og loft verða gipsklædd og máluð í ljósum litum. 
Innihurðir verða hvítar að lit og yfirfelldar.
Innréttingar verða hvítar með mjúklokun á skúffum og hurðum. Allar borðplötur verða dökkar.
Gólfhitakerfi verður í íbúðunum.

Forstofa verður flísalögð og þar verður fataskápur.
Stofa og eldhús eru í opnu björtu rými, þaðan er útgengt á veröndina. Í eldhúsinu verður hvít innrétting með innbyggðri uppþvottavél, span helluborði og ofni. 
Baðherbergi verður flísalagt með ljósum samlitum flísum á gólfi og veggjum. Hreinlætistæki verða hitastýrð einnar handar blöndunartæki. Blöndunartæki í sturtu verða einnig einnar handar blöndunartæki. Flísalagður sturtuklefi með sturtugleri. Upphengt salerni með innbyggðum vatnskassa.
Herbergin eru tvö talsins og verða með parketi á gólfum og fataskápar í báðum.
Baðherbergi og geymsla verða með vélrænni loftræstingu.

Allar nánari upplýsingar á skrifstofu okkar að Hafnargötu 50, Reykjanesbæ, og í síma 420-4050 / 894-2252 eða á netfangið: [email protected]

Forsendur söluyfirlits:

Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta
fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Eignamiðlun Suðurnesja bendir væntanlegum
kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1.    Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% ef um er að ræða fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2.    Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3.    Lántökugjald lánastofnunar – mismunandi á milli lánastofnana. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4.    Umsýslugjald til fasteignasölu skv. Gjaldskrá.
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.