Eignamiðlun Suðurnesja kynnir Valbraut 13, 250 Garði, Suðurnesjabæ.
Um er að ræða skemmtilegt 173,4 m2 einbýlishús, þar af er um 30 m2 bílgeymsla, á góðum stað í Garði.
Fjögur svefnherbergi, baðherbergi, stórt hol og stór stofa ásamt borðstofu, eldhús og þvottahús. Góð lóð er að aftan og að framan. Steypt stétt að framan. gólfefni eru flísar og parket. Íbúðarhluti hússins er skráður 143,4 m2, og bílgeymsla 30 m2.
Húsið er byggt 1976 og hefur verið vel við haldið og töluvert endurnýjað m.a. búið að skipta út flesum gluggum og hurðum, gólfhitalögn of.
Steypt verönd er á suður, vestur og norðurhlið húsins.
Nánari lýsing.Anddyri. Stórt anddyri með vínleparketi á gólfi.
Þvottahús. innaf anddyri er þvottahús með flísum á gólfi, innrétting og ný hurð út á baklóð.
Hol. Stórt hol með parketi á gólfi,
Eldhús. Stórt eldhús með flísum á gólfi, stór nýleg innrétting, tvöfaldur ísskápur fylgir.
Stofa og borðstofa. Rúmgóð stofa og borðstofa með parketi á gólfi, ný stór rennihurð út á steypta verönd.
Svefnherbergisgangur. Innaf holi er langur svefnherbergisgangur með parketi á gólfi, í enda gangs er góð hurð út á steypa verönd.
Svefnherbergi. 4 rúmgóð svefnherbergi með parketi á gólfi, skápar í öllum.
Baðherbergi. Rúmgott baðherbergi með flísum á gólfi, upphengt salerni, baðkar og stór innrétting.
Bílgeymsla. Bílgeymslan er um 30 m2, eftir að pússa útveggi og endanlega klára hann. Ný aksturhurð er á bílgeymslunni.
Allar nánari upplýsingar á skrifstofu okkar að Hafnargötu 50, Reykjanesbæ, og í síma 420-4050 og netfangið: [email protected] Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Eignamiðlun Suðurnesja bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% ef um er að ræða fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – mismunandi á milli lánastofnana. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, samkv gjaldskrá