Flugvellir 15, 230 Keflavík
34.000.000 Kr.
Atvinnuhús
0 herb.
100 m2
34.000.000
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
2023
Brunabótamat
0
Fasteignamat
21.350.000

Eignamiðlun Suðurnesja kynnir Flugvelli 15, 230 Reykjanesbæ.

Bil 103 er 100 m2 verð kr 34.000.000 möguleiki á millilofti 100 m2 verð kr. 17.000.000.
 
Flugvellir 15 er ríflega 3.338 fermetra atvinnuhúsnæði í nýjum þjónustukjarna Reykjanesbæ. Húsnæðið liggur við Reykjanesbrautina og verður á tveimur hæðum, þ.e.a.s. 2.217 fermetrar á 1. hæð og 1.121 fermetrar á 2. hæð.
 
Um er að ræða 22 stk atvinnu eða geymslubil byggð úr límtré og yleiningum. Tvær stærðir eru á geymslubilum, minni bilin eru um 100 fm en þau stærri um 200 fm. Húsið er reist úr límtré sem reist er á staðsteyptar undirstöður. Húsið er klætt að utan með yleiningum sem koma með innbrenndum lit. Litir eru almennt dökkgráir. Flassningar verða í einkennandi litum fyrir hvern matshluta. Húsin eru reist á staðsteyptum sökkli. Samanlögð heildar lóðarstærð er 5.079 fm.
Sér inngangur verður inn í hvert bil. Að austanmegin er ein 400x450 cm aksturhurð og ein gönguhurð. Vestanmegin er ein 400x350 cm aksturshurð og ein gönguhurð.
 
Nánari lýsing

 
Sökklar og botnplata: Járnbent steinsteypa einangruð með 100 mm plasteinangrun að innanverðu.
 
Útveggir: Límtrésburðarvirki, Yleiningar með steinullarkjarna. Dökk gráar að utan og hvítar að innan.
 
Þak: Límtrésburðarvirki, Yleiningar með steinullarkjarna, trapizuformuð þakklæðning. Dökk gráar að utan og hvítar að innan.
 
Raflagnir: Lýsing utanhúss er fullfrágengin LED lýsing. Útilýsingu er stýrt með sólúri í aðaltöflu.
 
Lagnir: Þakniðurföll og drenlagnir i lóð. Öll inntök / mælagrindur fyrir hvern matshluta eru í sameiginlegum inntaksrýmum. Inntaksrýmin eru aðskilin fyrir aðaltöflu annarsvegar og heitt og kalt neysluvatn, hins vegar.
 
Gluggar og útihurðir: Eru úr áli. Allt gler er K-gler. Litur Dökk grár. Flekahurðir með vindstyrkingu án mótor, tengimöguleiki fyrir sjálfvirka opnun iðnaðarhurða. Litur Dökk grár.
 
Gólfplata: Gólfplata hússins er einangruð, járnbent og staðsteypt. Gólf hússins eru slípuð steinsteypa.
 
Milli gólf hússins eru úr timbri. Límtrésbitar í úthring milli gólfa og gólfbitar festir í sperruskó milli límtrésbita.
 
Veggir: Veggir innanhúss eru steinullarfylltar yleiningar, hvítar að lit.
 
Raflagnir: Vinnulýsing og rofi í hverju geymslubili, mótor fyrir loftræstingu mun virkjast með ljósarofa. Tvöfaldur tengill í töflu.
 
Lagnir: Blinduð tengi fyrir neysluvatn eru aðgengileg í hverju bili. Niðurföll í gólfi verði hefðbundin en með möguleika að koma fyrir olíugildru í þau ef starfsemi hússins breytist á einhverjum tímapunkti. Hitaveita verður sameiginleg fyrir öll geymslurýmin og er húsnæðið hitað upp með hefðbundnu ofnakerfi eða hitablárurum. Varmaskiptir er við
inntak heita neysluvatnsins. Lögnum verður skilað tilbúnum fyrir salernisaðstöðu tilbúnum til tengingar.
Bílastæði eru fullfrágengin með malbikslögn. Steinsteypt sorptunnugerði fyrir tvo framhlaðna gáma verður komið upp innan lóðar.
 
Veggir og gólf utan um gáma verði steinsteypt. Niðurföll með sandfangi verði bæði við sorptunnugerði sem og á akstursleiðum við geymslubil
 
Annað
Húsið er með sérskráningu vegna virðisaukaskatts og yfirtekur kaupandi hlutdeild á ábyrgð í samræmi við eignarhlutdeild sína í húsinu. Starfsemi í húsinu þarf að vera virðisaukaskyld. Seljandi greiðir tengigjöld rafmagns og hita sem og lóðargjald. Kaupandi greiðir skipulagsgjald þegar það verður lagt á sem er um 0,3% af brunabótamati eignarhlutans.
 
Framkvæmd

Búið er að ganga frá sökklum og fyllingum og að reisa burðavirki hússins (des.2023). Gert er ráð fyrir að húsið verði tilbúið að mestu í mars 2024 en lóðarfrágangi verði lokið í sumarbyrjun 2024.
 
Skipting húss
Hægt er að kaupa eitt bil eða fleiri og sameina þau eftir ósk kaupanda.
 
Allar nánari upplýsingar á skrifstofu okkar að Hafnargötu 50, Reykjanesbæ í síma 420-4050 / 894-2252 og á netfangið [email protected]
 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

1.    Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% ef um er að ræða fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2.    Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3.    Lántökugjald lánastofnunar – mismunandi á milli lánastofnana. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4.    Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. kauptilboð.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.