Um fyrirtækið

Eignamiðlun Suðurnesja var stofnuð 2. maí 1978. Stofnendur voru hjónin Hannes Arnar Ragnarsson og Halldóra Lúðvíksdóttir. Hannes starfaði sem tollvörður á þessum tíma og ætlaði að hafa fasteignasöluna sem aukastarf á milli vakta. En starfsemin óx hröðum skrefum og varð fljótlega meiri en fullt starf fyrir þau hjónin og réðu þau að auki einn starfsmann.

Í maí 2008 sameinuðust Eignamiðlun Suðurnesja og Fasteignastofa Suðurnesja undir nafni Eignamiðlunar.

Núverandi starfsmenn eru:

M. Sævar Pétursson, M.Sc. Rekstrarverkfræðingur, Löggiltur fasteignasali og leigumiðlari.

Erla María Guðmundsdóttir, M.Sc. í fjármálum, Löggiltur fasteignasali.

Fannar Orri Sævarsson, Lögfræðingur.

Þuríður Jónasdóttir, Ritari og móttaka.

Starfsfólk Eignamiðlun Suðurnesja óskar þér góðs gengis í eignaleitinni. Ef það er eitthvað sem við getum aðstoðað með þá endilega hafið samband í síma 420-4050 eða á [email protected]

Við erum líka á Facebook og Instagram.

Eignamiðlun Suðurnesja ehf.

Hafnargötu 50, 230 Reykjanesbæ.

Sími: 420-4050.